Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 23:51:25 (2392)

1998-12-15 23:51:25# 123. lþ. 42.2 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 123. lþ.

[23:51]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa mjög miklum vonbrigðum yfir þessari ákvörðun stjórnar þingsins og mér finnst algerlega óaðgengilegt að við fáum ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvenær þingfundi muni ljúka í kvöld eða nótt. Það er ljóst að hér er löng mælendaskrá og menn þurfa að skipuleggja tíma sinn að sjálfsögðu.

Einu vil ég koma á framfæri við hæstv. forseta. Mér finnst algerlega ótækt að halda þeirri viðræðu áfram nema hæstv. heilbrrh. verði viðstödd í þingsalnum og ég spyr hvort hæstv. ráðherra sé hér í húsi. Mér finnst reyndar ótækt að þessari umræðu verði haldið áfram nema hæstv. forsrh. verði til staðar það sem eftir er umræðunnar. Ýmsum spurningum hefur verið beint til hæstv. forsrh. og mér finnst óaðgengilegt annað en hann sé í salnum. Ef á að beita þingið ofbeldi eins og gerst hefur í dag þá skulum við halda þessari umræðu áfram en þá skulum við gera það fyrir fullu húsi.