Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 16. desember 1998, kl. 16:10:23 (2424)

1998-12-16 16:10:23# 123. lþ. 43.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 123. lþ.

[16:10]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Þessi mikli reiðilestur hv. þm. er sérkennilegur. Ef gerðar verða vísindarannsóknir á fólki á Íslandi, hvort sem er fyrir þetta frv. eða eftir þetta frv., þá gilda um það ákveðnar reglur. Þar er m.a. reglan um upplýst samþykki. Það er ekki hægt að keyra saman neinar upplýsingar sem eru fengnar úr vísindarannsóknum á fólki við þennan grunn nema fyrir liggi upplýst samþykki þar um og hv. þm. getur ef hann vill lagt einhvern allt annan skilning í þetta. En að ætlast til að aðrir þingmenn sætti sig við hans sérkennilegu útleggingar á þessu er nú nokkuð sérstakt mál.