Heimild Hitaveitu Suðurnesja til virkjunarframkvæmda

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:04:25 (2449)

1998-12-17 11:04:25# 123. lþ. 44.91 fundur 174#B heimild Hitaveitu Suðurnesja til virkjunarframkvæmda# (umræður utan dagskrár), GE
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:04]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég tel gott að þessu máli er hreyft. Það liggur á að afgreiða leyfi til raforkuframleiðslu á 30 megavöttum til Hitaveitu Suðurnesja.

Ég vil segja það almennt að nýta á hagkvæmustu kosti til raforkuframleiðslu á landinu, einnig þá kosti sem minnstri röskun valda á umhverfi. Ég þakka hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur fyrir að vekja athygli á þessu máli og ég hvet hæstv. iðnrh. til að sjá til þess að afgreiða þetta leyfi hið fyrsta vegna þess að það er alvarlegur raforkuskortur í landinu, og sem fulltrúi jafnaðarmanna í iðnn. ítreka ég það, hæstv. iðnrh., að ég hvet til þess að þetta mál verði afgreitt hið fyrsta.