Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:38:36 (2469)

1998-12-17 11:38:36# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:38]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Það er komið að úrslitastundu í einu umdeildasta máli sem komið hefur fyrir Alþingi á síðustu árum. Ekki aðeins hefur verið hart deilt um þetta mál innan þessara veggja. Þær deilur eru smámunir miðað við þær óeirðir sem málið og framganga ríkisstjórnarinnar í því hafa skapað á meðal vísindamanna innan lands og utan. Og þær eru rétt að byrja, herra forseti. Ríkisstjórnin hyglir þeim sem henni hentar, í þetta sinn með einkarétti, og vílar ekki fyrir sér að fara þvert gegn vilja vísindamanna, læknastéttarinnar, tölvunefndar, sérfræðinga innan lands og utan, sjúklingahópa og svona mætti lengi telja, herra forseti.

Þetta mál er siðleysa frá upphafi til enda og megi ábyrgð á þeirri hneisu sem hér er að eiga sér stað hvíla á þeim sem málið styðja. Ég segi nei og aftur nei, herra forseti.