Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:46:53 (2474)

1998-12-17 11:46:53# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:46]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Með samþykkt þessa frv. er brotið í blað í söfnun upplýsinga um heilsu fólks og möguleikum til að bæta hana með markvissum rannsóknum, rannsóknum sem ekki hafa verið mögulegar með jafnskipulögðum hætti áður, og er samþykkt þessa frv. því heimssögulegur viðburður.

Allir gera sér grein fyrir því að þær upplýsingar sem verða á þessum gagnagrunni eru viðkvæmar. Þess vegna er aðgangur að grunninum undir nákvæmu eftirliti tölvunefndar og sérstakrar vísindasiðanefndar. Samþykkt frv. á því að verða almenningi til hagsbóta og vísindunum til framdráttar. Ég segi já.