Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:48:44 (2475)

1998-12-17 11:48:44# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:48]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég hef verið jákvæður gagnvart hugmyndinni um starfrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Ég taldi jafnvel koma til greina að aflétta ströngustu ákvæðunum um persónuvernd í þágu framfara í heilbrigðismálum ekki síst í þágu hagsmuna þeirra sem upplýsingarnar veita. Eins og frv. er úr garði gert er það hins vegar í hæsta máta ámælisvert.

Í fyrsta lagi hefur ekki fengist svar við spurningunni um hvað á að selja sem sé svo verðmætt að fjárfestar séu reiðubúnir að leggja fram 20 þús. millj. kr. Í öðru lagi á að gera upplýsingar um arfgerð og ættartengsl aðgengilegar fyrir starfrækslu gagnagrunnsins. Í þriðja lagi stenst úthlutun einkaleyfis ekki fjölþjóðasáttmála sem hafa lagagildi, virðulegi forseti. Ég segi því nei.