Leiklistarlög

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:56:35 (2479)

1998-12-17 11:56:35# 123. lþ. 44.7 fundur 146. mál: #A leiklistarlög# (heildarlög) frv. 138/1998, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:56]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Við umfjöllun um frv. til leiklistarlaga hefur ekkert það komið fram sem hefur sannfært mig um að þær breytingar sem hér eru lagðar til styrki leiklistina í landinu. Þvert á móti. Ég lít svo á að sum ákvæðin geti reynst henni erfiður fjötur um fót, ekki síst þau að stuðningur ríkisins við grónar leiklistarstofnanir verður ekki lengur til staðar samkvæmt lögum og að við gerð samninga við leiklistarstofnanir muni því hvorki ráða vilji löggjafans né heldur er gerð krafa um faglegt mat. Slíkir samningar verða því í framtíðinni undirorpnir flokkspólitísku mati sitjandi menntmrh. Ábyrgð á slíkum ráðstöfunum hlýtur að vera ríkisstjórnarinnar. Ég vil a.m.k. ekki bera á þeim ábyrgð og greiði ekki atkvæði.