Fjáraukalög 1997

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 12:05:19 (2481)

1998-12-17 12:05:19# 123. lþ. 44.11 fundur 3. mál: #A fjáraukalög 1997# (niðurstöðutölur ríkissjóðs) frv. 166/1998, Frsm. JónK
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[12:05]

Frsm. fjárln. (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti fjárln. um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1997.

Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar og í því skyni leitað skýringa hjá fjármálaráðuneyti og Ríkisendurskoðun. Fellst hún á þær tillögur sem fram koma í frumvarpinu og leggur til að það verði samþykkt.

Undir álitið skrifa Jón Kristjánsson, Gísli S. Einarsson, með fyrirvara, Sturla Böðvarsson, Árni Johnsen, Kristinn H. Gunnarsson, Árni M. Mathiesen, Ísólfur Gylfi Pálmason, Sigríður Jóhannesdóttir, með fyrirvara, Hjálmar Jónsson, Kristín Halldórsdóttir, með fyrirvara, og Arnbjörg Sveinsdóttir.