Tryggingagjald

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 12:12:26 (2486)

1998-12-17 12:12:26# 123. lþ. 44.16 fundur 228. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður launamanns) frv. 148/1998, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[12:12]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. frá mér og hv. þm. Ágústi Einarssyni vegna þessa máls.

Í 1. lið þessarar brtt. er gert ráð fyrir því að breytt verði um uppgjörsaðferð á skilum vegna lífeyrisiðgjalds, þ.e. viðbótariðgjalds sem er dregið frá skatti þegar greitt er í séreignarsjóði og heimilað er nú frá áramótum, 2%.

Eins og frv. var lagt fram var gert ráð fyrir því að þau 0,2% í tryggingagjaldi sem vinnuveitandi gat bætt ofan á framlag launþega, þ.e. að það yrði það gert mánaðarlega. En samkvæmt þessari brtt. er gert ráð fyrir því að þetta uppgjör gagnvart ríkinu verði einu sinni á ári en staðið verði skil á upphæðinni hins vegar mánaðarlega eða reglubundið.

Enn fremur er í 2. lið þessarar brtt. gerð tillaga um ákveðnar lagfæringar sem snúa fyrst og fremst að lífeyrissjóðum bankamanna og er þetta samkvæmt ósk þessara lífeyrissjóða.