Fjárfestingarbanki atvinnulífsins

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 16:53:24 (2535)

1998-12-17 16:53:24# 123. lþ. 44.17 fundur 229. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# (sala hlutafjár) frv. 167/1998, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[16:53]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þessi tíðindi koma mér mjög á óvart vegna þess að ég hélt að það ætti að fara að ræða hér um sjávarútvegsmál. Það er búið að standa til frá því klukkan þrjú í dag að hefja umræðu um sjávarútvegsmál en af einhverjum ástæðum er því stöðugt frestað. Það er eins og ríkisstjórnin sé á flótta undan sínum eigin frv. í þessum sjávarútvegsmálum. Það er kannski skiljanlegt.

Hins vegar er það mín skoðun að kominn sé tími til þess að þau mál verði rædd eigi síðar en nú þegar. Ég vil fara fram á það við hæstv. forseta að sjávarútvegsmálaumræðan hefjist nú þegar eins og um hafði verið talað milli formanna þingflokkanna og forseta fyrir nokkrum klukkutímum. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það verði staðið við það samkomulag sem var gert milli formanna þingflokkanna og forseta um að hefja þegar í stað umræður um sjávarútvegsmál.