Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 13:13:56 (2585)

1998-12-18 13:13:56# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[13:13]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þessi framsetning á málinu er dæmigerður útúrsnúningur. Sérhagsmunastefna felst í því að ætla sér bara að opna á veiðileyfin en ekki á úthlutun kvótanna. Ef öll þau skip sem fengju veiðileyfi (Sjútvrh.: Ég var að spyrja um smábátana.) fengju líka kvóta ... Það er nefnilega nákvæmlega þitt vandamál, hæstv. ráðherra, að með því að opna bara 5. gr. þá er þetta gert að vandamáli smábátanna. En ef opnað væri líka á 6. og 7. gr., þ.e. að þessi skip sem hugsanlega fá veiðileyfi, fái líka kvóta þá eru hinir alveg í friði. Og það er nákvæmlega vandinn. Þið eruð bara að sýna fram á að þessi takmarkaða lausn ykkar með að breyta bara 5. gr. er einungis ávísun á vandamál smábátanna. En ef þið opnuðuð á 6. og 7. gr., sem í raun er það sem Hæstiréttur er að segja, þá væri þetta ekkert vandamál.

Þess vegna skulum við bara taka þetta mál í kosningar og gera þetta almennilega þannig að allir sjómenn, hvort sem þeir eru á smábátum eða aðrir, séu sáttir.

(Forseti (ÓE): Forseti minnir á ákvæði þingskapa um ávörp úr ræðustól Alþingis.)