Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 13:15:09 (2586)

1998-12-18 13:15:09# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[13:15]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það eru bara tvær spurningar til hv. 19. þm. Reykv. Þingmaðurinn sagði að stjórnarflokkarnir --- sagði nú reyndar stjórnmálaflokkarnir --- væru óhæfir til að ná sátt í þessum vandamálum um fiskveiðistjórn. Ég geri ráð fyrir að hún hafi átt við stjórnarflokkana sérstaklega. Eða kannski bara alla stjórnmálaflokka? Þá veit ég nú ekki hverjir eiga að ná sátt. En ef það eru stjórnarflokkarnir sem eru óhæfir til að ná sátt í þessum efnum þá er það náttúrlega vont til afspurnar. Og ég velti fyrir mér hvort við getum fengið þessa nefnd, sem hefur verið að reyna að ná sátt milli samfylkingarinnar og Kvennalistans núna í þrjá, fjóra mánuði um framboðsmál, hvort þingmaðurinn telur að sú nefnd geti hjálpað okkur að ná sátt.

Í annan stað nefndi þingmaðurinn hugsun Bandaríkjamanna varðandi sameign í auðlindum. Ein aðalauðlind í Bandaríkjunum er olíuauðlindin. Getur þingmaðurinn sagt mér hvort það sé einkaeign eða sameign?