Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 13:16:13 (2587)

1998-12-18 13:16:13# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[13:16]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er nú ekki oft sem hæstv. forsrh. kemur hér í andsvör og því miður verð ég að segja að þetta er eiginlega ekki svaravert. En ég held að samfylkingin sé á nokkuð góðu róli með stefnumörkun sína í sjávarútvegsmálum og væntanlega birtist hún þegar nær líður að kosningabaráttunni, óháð því hvernig gengur í innri málum þar.

En varðandi olíuauðlindirnar þá tel ég að mjög líklegt sé að það hafi gerst, eins og hér var gert sl. ár, að einkaréttur á landi er styrktur og þar með verða auðlindir á landi einkaeign. Mér finnst mjög líklegt að það sé staðan í Bandaríkjunum án þess að ég hafi kynnt mér það sérstaklega. En það gegnir öðru máli um hafalmenninga almennt. Og það er bara þannig og yfirleitt um villt svæði.