Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 17:50:28 (2629)

1998-12-18 17:50:28# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[17:50]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. spyr og ætlast til að fá hér svar á innan við tveimur mínútum, um leið og hann játar að hann hafi ekki verið hér í salnum. Ég get þó sagt hér í örfáum orðum við hv. þm. að í lokaorðum mínum greindi ég frá þeirri skoðun minni að meginskylda hv. þingmanna væri að hugsa um þjóðhagslega hagsmuni, að skapa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika þannig að þjóðin geti lifað hér góðu og öruggu lífi. Allir tilburðir til þess að ógna slíku eru nánast landráð. Ég held að það þurfi ekkert að skýra það frekar, ég veit að þm. hv. er glöggur maður með afbrigðum og skilur þetta.