Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 19:14:33 (2645)

1998-12-18 19:14:33# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[19:14]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Spurt var og ég vísa bara til 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þar sem segir:

,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.``

Ég get ekki tvinnað þetta öðruvísi saman. Þó að í dómnum sé sagt: ,,... eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign ...``. Það er skýrt kveðið á um þetta í 1. gr. Ég sé ekki að hægt sé að umorða eða snúa þessu öðruvísi.