Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 22:33:25 (2657)

1998-12-18 22:33:25# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[22:33]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við erum búin að vera hér á þingfundi í 12 tíma og lítið samráð hefur verið haft við okkur á þessum degi um þinghaldið. Eins og forseta mun kunnugt hefur ekki verið haldinn fundur með formönnum þingflokka. Það fer nú að líða að lokum þessarar umræðu um sjávarútvegsmál og í hendur okkar þingflokksformanna hefur borist bréf þar sem þess er getið að fundur eigi að hefjast kl. 10 í fyrramálið og þar er tilgreind dagskrá. Fæst af þeim málum sem eru á dagskrá fundarins í dag eru þar. Ég hlýt því að spyrja forseta hvað hann hyggst fyrir um þinghaldið í kvöld. Á að halda áfram mikið lengur? Ég minni á hvíldartímann. Það er búið að boða fund kl. 10 á morgun. Ég vil geta þess að búið er að boða fund í umhvn. núna kl. 11 og þarf ekki að minna forseta á að fundir í nefndum eiga ekki að vera meðan þingfundur stendur. Það er fremur óþægilegt fyrir okkur (Gripið fram í.) sem viljum gjarnan eiga gott samstarf um þinghaldið að hafa enga vitneskju um það hvernig því á að vinda fram öðruvísi en á því blaði sem okkur hefur borist. Því spyr ég forseta hvort hann hyggist ljúka sjávarútvegsumræðunni og hvort þessum fundi verði þá lokið sem hefur þegar staðið svo lengi. Ég spyr forseta um þetta.