Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 22:58:20 (2672)

1998-12-18 22:58:20# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[22:58]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna þeirra spurninga sem hv. þm. bar upp við forseta er rétt að vekja athygli á því að þrátt fyrir það að forseti hafi töluvert um þinghaldið að segja þá gilda hér þingskapalög og 20. gr. þeirra hljóðar svo:

,,Nefndarfundi skal ekki halda þegar þingfundur stendur yfir. Frá þessu má þó víkja ef nefndarmenn samþykkja og forseti hreyfir ekki andmælum.``

Þetta er sú meginregla sem við vinnum eftir hér á Alþingi og frá henni er ekki vikið nema, eins og hér segir, að um það sé samkomulag og forseti leyfi. Forseti vill benda á það vegna þessarar umræðu.

Um aðra hluti sem hv. þm. nefndi tel ég rétt að ræða á þeim fundi sem forseti hefur sagt frá að boðaður verði innan tíðar. Forseti sér ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um það.