Frumvörp um almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 10:04:55 (2690)

1998-12-19 10:04:55# 123. lþ. 46.91 fundur 181#B frumvörp um almannatryggingar# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[10:04]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki verður hægt að taka þetta mál á dagskrá nú þegar. En ég fer fram á að þingmál mitt sem er í miðri umræðu frá 12. október sl., um breytingu á sömu lagagrein og er í frv. hæstv. ráðherra, verði afgreitt frá þinginu til nefndar um leið og frv. hæstv. ráðherra. Ég treysti því, herra forseti, að forseti muni sjá til þess að málið komi á dagskrá þingsins þannig að hægt verði að afgreiða það til nefndarinnar um leið og frv. hæstv. ráðherra. Ég treysti því, herra forseti.