Almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 10:36:14 (2701)

1998-12-19 10:36:14# 123. lþ. 46.13 fundur 365. mál: #A almannatryggingar# frv. 149/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[10:36]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki verið að fella alla tekjutengingu út og þess vegna er eðlilegt að lögin séu skýr. Það er ekki rétt hjá hv. þm. að ekki þurfi að breyta lögunum til þess að breyta frítekjumörkunum. Það er raunverulega grundvallaratriði að breyta lögunum til að geta hækkað frítekjumörkin því það er algerlega bundið í lögum eins og það er í dag. Ef við ætlum að greiða þennan hálfan milljarð út um áramót eins og ég veit að hér er vilji til, þá verðum við að breyta lögunum.