Almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 10:42:21 (2708)

1998-12-19 10:42:21# 123. lþ. 46.13 fundur 365. mál: #A almannatryggingar# frv. 149/1998, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[10:42]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að lögfræðingar almennt séu bara ekkert á einu máli um það á hvern hátt þetta er gert. Ákvæði laganna eru flest almennar kerfisbreytingar, í flestum tilvikum ívilnandi fyrir lífeyrisþegann. Slík ákvæði má setja í reglugerðir án þess að nokkuð sé því til fyrirstöðu. Þó að lagatextinn sé óskýr þá er ekki þar með sagt að það þurfi að taka upp þessi ákvæði og þennan texta sem á heima í reglugerð og setja hann inn í lög. Það er beinlínis mjög óæskilegt að gera það, herra forseti, vegna þess að miklar líkur eru á að þessar greinar brjóti í bága við ýmis ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála. Ég harma að hæstv. ráðherra skuli nánast vísa þessum málum til dómstóla. Það hefur því miður verið allt of mikið um það undanfarið að verk á borð við þetta séu dæmd ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá af æðsta dómstól þjóðarinnar.