Fjáraukalög 1998

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 11:01:14 (2712)

1998-12-19 11:01:14# 123. lþ. 46.14 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[11:01]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Brtt. varðar samskipti Íþróttasambands Íslands og Reykjavíkurborgar í tengslum við heimsmeistarakeppnina í handknattleik á sínum tíma. Þá tók Íþróttasamband Íslands að sér að stækka Laugardagshöllina. Þessi viðskipti eru nú gerð upp. Reykjavíkurborg er að taka yfir þennan hluta hallarinnar. Það er verið að ganga frá þessum málum og brtt. hljóðar upp á að fella niður skuldir íþróttasambandsins um þessa upphæð.