Fjáraukalög 1998

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 11:42:29 (2721)

1998-12-19 11:42:29# 123. lþ. 46.14 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, Frsm. minni hluta SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[11:42]

Frsm. minni hluta fjárln. (Sigríður Jóhannesdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þessi umræða verður stöðugt merkilegri. Það hlýtur að vera þeim sem treysta á það að fá húsnæði hjá Reykjavíkurborg, eins og mér heyrist að hundruð borgarbúa geri sem þar eru á biðlistum, til hagsbóta ef Reykjavíkurborg hefur möguleika á að veita fjármuni til að sjá þeim fyrir húsnæði. Mér finnst að það hangi alveg ljóslega saman.

Hvað hefur það með hagsmuni ungs fólks sem er í skuldabasli að gera að fyrirtæki sem það vinnur hjá borgi ekki skatta? (Gripið fram í.) Allir þeir skattar sem eru lagðir á í þessu landi eru vonandi til hagsbóta fyrir fólkið sem býr í landinu. Ég lít þannig á. Við erum vonandi ekki að eyða fé í eitthvað annað en það sem er til hagsbóta fyrir landsmenn. Hvorki Reykjavíkurborg né sveitarfélögin í landinu né ríkið. Ég reyni a.m.k. í vinnu minni að fjárlagagerð að hafa það að leiðarljósi að fjármagnið sé notað til hagsbóta fyrir fólkið í landinu.