Vernd barna og ungmenna

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 13:52:03 (2728)

1998-12-19 13:52:03# 123. lþ. 46.12 fundur 106. mál: #A vernd barna og ungmenna# (hækkun sjálfræðisaldurs o.fl.) frv. 160/1998, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[13:52]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Eins og ég gat um í umræðu um þetta mál tel ég réttara að sá talsmaður sem börnum er skipaður þegar kemur til forræðisdeilna eða þegar skylda á ungling til að fara inn á heimili gegn vilja hans verði skipaður af umboðsmanni barna sem er óháður málinu en ekki af barnaverndarnefnd sem er aðili að málinu og er að skylda barnið til að fara inn í viðkomandi stofnun. Frá sjónarhorni barnsins er barnaverndarnefnd yfirleitt í stöðu andstæðings barnsins en ekki sem vinur. Ég tel að mjög mikilvægt sé að sá talsmaður sem barnið á að hafa njóti trausts barnsins og hann þurfi því að vera utanaðkomandi og ég tel eðlilegast að umboðsmaður barna tilnefni hann.