Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 14:34:57 (2734)

1998-12-19 14:34:57# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[14:36]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Vesturl. er ljóðelskur og heldur áfram upplestri. Ég vona svo sannarlega að ekki komi sá dagur að við fjárlaganefndarmenn eða þeir sem verða í fjárln. í framtíðinni þurfi að fara með erindið sem hann var að lesa núna. Ef farið er óvarlega í útgjöldum getur vel verið að sá dagur komi. Ég tel að við höfum ekki gert það nú. Ég tel að við höfum lagt fram, og ég vona að hv. þm. sé ekki að gagnrýna það, fjármagn milli umræðna og í 2. umr. upp á rúmlega 3 milljarða kr. til ýmissa þarfra verka, m.a. til að hækka tryggingabætur upp á tæpar 500 millj. Þar með er þeim hjálpað sem verst eru settir þó þar sé einungis um eitt skref að ræða. Til margra þarfra verkefna eru lagðir peningar sem ég vona að auki velsæld þjóðarinnar og hagvöxtinn þegar fram í sækir. Við höfum skilað afgangi á fjárlögum og meiri afgangi en gert var ráð fyrir við framlagningu fjárlagafrv. í haust.

Þetta er nauðsynlegt að komi skýrt fram við þessa umræðu.