Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 15:13:15 (2743)

1998-12-19 15:13:15# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. minni hluta GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[15:13]

Frsm. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Við erum sammála um að vissulega er stigið skref í átt til réttlætis. En það vantar svo miklu meira á. Það er viðurkennt að liðlega 70 þús. kr. lágmarkslaun nægja ekki, þau eru neðan fátæktarmarka. Þetta fólk sem um er rætt býr við laun sem eru 53--64 þús. kr. Þess vegna dugar þetta engan veginn til þess að koma verulega vel á móti. En við erum báðir búnir að skoða þessa pappíra, ég og hv. þm. Sturla Böðvarsson. Það fer því ekkert á milli mála að það eru staðreyndir sem við í minni hlutanum höfum lagt fram um þetta mál. Það fer heldur ekkert á milli mála að það er komið á móti þeim kröfum sem settar hafa verið upp, ekki bara af minni hluta fjárln. heldur fyrir hönd þeirra hópa sem þarna eiga í hlut. En það skiptir þó kannski mestu máli að komið hefur verið verulega til móts við ellilífeyrisþega í sambúð og öryrkja í sambúð en mjög lítið til móts við þá sem eru einhleypir, bæði öryrkja og aldraða.