Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 16:03:57 (2754)

1998-12-19 16:03:57# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[16:03]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að haft var samráð við mig um tilhögun umræðu í dag. Ég get einnig látið það koma fram að mér finnst ekki góður kostur að slíta umræðuna svona í sundur. Ég get tekið undir það hjá hv. síðasta ræðumanni. Til þess að greiða fyrir þingstörfum féllst ég á þetta. En ég er þeirrar skoðunar að fjárlagaumræðan eigi að vera samfelld og það eigi að reyna að taka frá daga fyrir hana í 2. og 3. umr. vegna þess að hún er hryggjarstykkið í löggjöf þingsins á þessum tíma. Ég vil láta það koma fram að þessi tilhögun var gerð í samráði við mig og varaformann á fundi með forseta þingsins eftir hádegið. Annars vil ég taka undir það meginmál að mér finnst æskilegast að þinghaldi sé hagað þannig að fjárlagaumræðan geti verið samfelld.