Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 16:05:55 (2756)

1998-12-19 16:05:55# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[16:05]

Össur Skarphéðinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég skil vel þau viðhorf og tilfinningar sem hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson lætur í ljósi um þau rof sem verða á umræðunni og sem hv. þm. Jón Kristjánsson tók í rauninni undir þó hann sé aðili að þessu samkomulagi. Vegna þess að málið sem verður tekið á dagskrá á eftir varðar heilbr.- og trn., þ.e. frv. til laga um almannatryggingar, vil ég láta það koma fram að þetta er ekki gert að kröfu eða ósk heilbr.- og trn. Við höfum hins vegar fallist á þetta til þess að greiða fyrir þingstörfum. En ég segi fyrir mitt leyti að ég held að mér og nefndinni sé alveg sama um það þó að það mál mundi bíða og koma síðar á dagskrá ef það mætti verða til þess að hjálpa til í þeirri stöðu sem nú er komin upp.