Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 16:06:44 (2757)

1998-12-19 16:06:44# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. minni hluta GE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[16:06]

Frsm. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta mál var ekki borið undir minni hluta fjárln. en að sjálfsögðu föllumst við á þessa meðferð í svona sérstöku tilviki. En ástæða er til að hafa orð á því að fjárlagaumræðan og þá sérstaklega 2. umr. þarf að fara þannig fram að óskipt athygli sé á þeirri umræðu og sama á í raun við 3. umr. Þetta er aðalmál þingsins og það á að helga því sérstakan tíma. Í þessu tilviki fellst ég á málsmeðferð og ég hygg að við gerum það öll en ég tel að ábending hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar sé hárrétt og ég þakka fyrir að hún skuli vera komin fram.