Almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 16:31:09 (2762)

1998-12-19 16:31:09# 123. lþ. 46.13 fundur 365. mál: #A almannatryggingar# frv. 149/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[16:31]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. formaður heilbr.- og trn. spyr: Af hverju er verið að breyta lögum? Af hverjum er ekki nóg að setja reglugerð? Það er ekki nægilegt að setja reglugerð vegna þess að við erum að breyta frítekjumörkum og frítekjumörk eru mjög mismunandi í þessu þannig að við verðum að breyta lögum.

Hv. þm. kom einnig að því í ræðu sinni að þarna væri um aukna skerðingu að ræða. (ÖS: Það er spurningin.) Já, en það er það ekki. Ef hv. þm. les 1. málsl. 8. mgr. í frv., þá kemur það skýrt fram.