Almannatryggingar

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 16:34:05 (2764)

1998-12-19 16:34:05# 123. lþ. 46.13 fundur 365. mál: #A almannatryggingar# frv. 149/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[16:34]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef í öllum ræðum mínum sagt að ganga ætti skref í þessa átt og það erum við að gera með lögfestingu ef að lögum verður. Það er það sem ég hef alltaf sagt og ef hv. þm. flettir ræðum mínum, þá hef ég alltaf sagt að við ættum að ganga skref og þetta skref erum við að stíga. Ég stend því fullkomlega við það sem ég hef sagt.

Það er réttmæt ábending hjá hv. þm. varðandi 1. málsl. 8. mgr. En við ræddum það einmitt þegar við vorum að gera samkomulag við stjórnarandstöðuna að þetta yrði þá að koma inn í reglugerð þannig að ekki yrði skerðing.