Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 18:35:17 (2778)

1998-12-19 18:35:17# 123. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[18:35]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það eru nú tiltækir liðir í fjárlögunum, t.d. óviss útgjöld í fjmrn., þar sem hægt væri að vista þennan kostnað þegar að því kemur. En okkur hefur ekki fundist skynsamlegt að gefa það upp fyrir fram hvað við höfum hugsað okkur að borga fyrir þetta gagnvart þeim aðilum sem þarna munu eiga í hlut, því þá gætu þeir bara sent reikning fyrir þeirri upphæð sem ráðgerð er í fjárlagafrv. Það þarf líka að passa sig á því.

Það er því ekki hægt að segja þetta með neinni vissu, eins og þingmaðurinn reyndar sagði. Það er ekki hægt. Og það væri heldur ekki mjög klókt gagnvart þeim viðskiptum sem þarna eiga sér stað.