Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 20:56:04 (2810)

1998-12-19 20:56:04# 123. lþ. 47.14 fundur 336. mál: #A ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði# (réttur til styrkja) frv. 143/1998, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[20:56]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. menntmn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 23/1989 um ráðstafanir til jöfnunar á námskotnaði.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á lögum um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði þannig að réttur til láns úr Lánasjóði íslenskra námsmanna komi ekki í veg fyrir að nemendur á framhaldsskólastigi geti fengið námsstyrki sem veittir eru þeim sem þurfa að stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu. Þar sem úthlutunarreglur LÍN hafa verið rýmkaðar á síðustu árum hafa margir nemendur misst rétt til námsstyrks samkvæmt lögunum þótt þeir nýti ekki heimild til töku námsláns. Frumvarpið gerir því ráð fyrir bættri stöðu nemenda í framhaldsskólum að þessu leyti.

Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins og var einróma í þeirri afstöðu sinni.