Bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 22:59:25 (2845)

1998-12-19 22:59:25# 123. lþ. 47.24 fundur 279. mál: #A bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum# (gjaldskrár o.fl.) frv. 151/1998, PHB
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[22:59]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég skrifaði með fyrirvara undir nál. hv. efh.- og viðskn. á þskj. 557, vegna 6. liðar en fellst á aðra liði. Í 6. lið er lagt til að sérsmíðaðar keppnisbifreiðir verði undanþegnar vörugjaldi en það er nú 65%. Hér er um að ræða margra millj. kr. tæki, jafnvel tugmilljóna.

Herra forseti. Samkvæmt lögum er lagt verulega hátt vörugjald 30 og 65% á farartæki sem notuð eru í atvinnurekstri. Það íþyngir sérstaklega landsbyggðinni sem er háð landflutningum. Ekki er talið fært að lækka þessar álögur á atvinnutækin af tillitssemi við stöðu ríkissjóðs. Ég er á móti því að á sama tíma verði fellt niður vörugjald á ofsadýr leiktæki.