Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 11. febrúar 1999, kl. 14:50:11 (3512)

1999-02-11 14:50:11# 123. lþ. 64.1 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 123. lþ.

[14:50]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég gleðst yfir að heyra þær undirtektir sem komu fram hjá hv. þm., ungum þingmanni sem nýlega hefur tekið hér sæti. Ég hef haft mjög lengi sterka sannfæringu fyrir því að eitt af því besta sem við gerðum í byggðamálum á Íslandi væri að festa fylkjaskipan í sessi til þess að hafa grunn til aðgerða og að veita fólkinu á viðkomandi svæðum, gjarnan í fjórðungunum --- ég held að það séu nokkurn veginn þau mörk sem við ættum að tala um núna í því sambandi --- möguleika á að taka á sínum málum samstætt. Þetta væri lýðræðislegt stjórnsýslustig sem kosið væri til og að þeirri forsendu gefinni hef ég sagt og stend við það að þá væri ég reiðubúinn að kjósa á Íslandi sameinuðu til Alþingis Íslendinga.