Atvinnumál á Breiðdalsvík

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:35:58 (3579)

1999-02-15 15:35:58# 123. lþ. 65.1 fundur 249#B atvinnumál á Breiðdalsvík# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:35]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér erum við auðvitað að fjalla um mál sem er skýrt afkvæmi þeirrar stefnu sem uppi hefur verið í sambandi við stjórn fiskveiða þar sem það gerist að lífsbjörgin er tekin frá heilu byggðarlagi með því að aflaheimildir eru fluttar burt og menn standa uppi við þær aðstæður sem við höfum á Breiðdalsvík, og eru auðvitað ekkert einsdæmi, því miður.