Undirritun Kyoto-bókunarinnar

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:27:44 (4180)

1999-03-01 15:27:44# 123. lþ. 74.1 fundur 304#B undirritun Kyoto-bókunarinnar# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:27]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hjá hæstv. ráðherra kom fram að ef eitthvað væri hefði ekki verið nóg að gert eftir Kyoto-ráðstefnuna og undir þau orð tek ég alveg sérstaklega. Ég held það sé alveg ljóst að íslensk stjórnvöld hafa ekki nóg að gert í málinu. Hæstv. ráðherra sagði einnig að árangur í að bregðast við loftslagsbreytingum hafi ekki verið nægur. Ég er hæstv. ráðherra alveg sammála um það. Ég ítreka enn, virðulegur forseti, orð hæstv. ráðherra að þær breytingar sem kunna að snúa Íslendingum eru það alvarlegar að mati vísindamanna að þær gætu svipt grundvellinum undan lífsafkomu íslensku þjóðarinnar. Er hæstv. ráðherra ánægður með frammistöðu ríkisstjórnar sinnar í málinu? Telur hæstv. ráðherra ríkisstjórnin bregðist við af ábyrgð í sambandi við málið í ljósi þess að hugsanlegar breytingar geti kippt lífsafkomu undan tilvist manna í landinu?