Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 15:34:31 (4523)

1999-03-09 15:34:31# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[15:34]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka ráðleggingarnar og hv. þm. hefur auðvitað fullan rétt á því að meta málflutning minn. Ég tel að ekki séu nein rök í máli að þau hafi verið lögð oft fyrir Alþingi og ekki hlotið afgreiðslu. Það er greinilega mat hv. þm. að málið sé þroskað til afgreiðslu. Mat mitt er að svo sé ekki. Ég tel það að málið skuli hafa dagað uppi þing eftir þing bera einmitt vott um að grunnurinn í málinu sé mjög ótraustur. Mér finnst sérkennilegt að svo margir stjórnarþingmenn skuli fara fram með slíka till. og leggja svo mikla áherslu á að fá hana fram til atkvæða í óvissu um afstöðu framkvæmdarvaldsins til málsins og í óvissu um stuðning innan þingsins varðandi málið. Þar finnst mér í raun teflt á mjög tæpt vað.

Ég met auðvitað störf Hafrannsóknastofnunar og framlag hennar mikils. Ég benti á að skoða þyrfti marga aðra þætti í málinu en hina líffræðilegu og jafnframt að Hafrannsóknastofnun hefði dregið of víðtækar ályktanir af gögnum sínum varðandi afrán hvala á Íslandsmiðum.