Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 20:55:53 (4567)

1999-03-09 20:55:53# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[20:55]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Þá vitum við það. Ég vil þá spyrja um hið alþjóðlega svið sem var sérstaklega til athugunar. Hvert var álit utanrmn. á grundvelli þess að úthluta kvóta til hvalveiða? Var nefndin þeirrar skoðunar að NAMMCO væri þar hinn rétti aðili til að byggja á í skilningi hafréttarsáttmálans? Í öðru lagi, hvert var álit nefndarinnar á því hvort Ísland ætti að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið til að bæta hugsanlega stöðu sína miðað við þau áform sem uppi eru hjá meiri hluta sjútvn., um að hefja hvalveiðar hið fyrsta? Það væri fróðlegt að fá þetta skýrt aðeins nánar þar sem nefndin fjallaði um þennan þátt sérstaklega.