Dagskrártillaga

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:43:23 (4651)

1999-03-10 10:43:23# 123. lþ. 83.91 fundur 343#B dagskrártillaga# (aths. um störf þingsins), HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:43]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Mér finnst sjálfsagt að taka frv. þetta á dagskrá næsta fundar og ræða málið í þinginu. Ég bendi hins vegar á að maður spyr sig hvar það muni enda ef þingið færi að álykta um að leysa vanda einstakra svæða eða staðbundin vandamál, vandamál hópa, með því að tefla á þorskstofninn, bara hækka þakið. Það vildi ég að fram kæmi hér. Mér finnst að umræða um þetta mál og tillöguflutningur hefði átt heima í sambandi við frv. til laga um stjórn fiskveiða sem var mikið til umræðu í janúar, þar á meðal um svonefndan byggðapott sem að vísu er ekki opinn fyrr en á næsta fiskveiðiári. Margt má um þetta efni segja en ég styð að málið komi á dagskrá og við ræðum það. Þetta er stórt mál og mikill vandi blasir við í þessum efnum. Ég segi já.