1999-03-11 03:30:03# 123. lþ. 84.96 fundur 355#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), HG
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[27:30]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég er ekki hluti af stjórn þingsins og hef ekki verið þátttakandi í umræðu um þinglok á morgun. Ég hef því ekkert heyrt annað en það sem mælt var hér úr forsetastóli einhliða. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir, sem er þingflokksformaður, hefur fengið sömu boð að mér skilst. Þetta er auðvitað dálítið óvanalegt miðað við það sem ég held að séu hefðir í þinginu.

Nú veit ég ekki hvað ræður þessum boðuðu lokum um hádegisbil á morgun, ég þekki ekki ástæður fyrir því en ég hlýt að taka almennt undir þær aðfinnslur sem koma hér fram frá hv. þingflokksformanni Samfylkingarinnar varðandi það að auðvitað er mjög erfitt að ræða hér mál og ætla mönnum jafnstutta hvíld og fyrirsjáanleg er. Ég vildi aðeins að það kæmi fram að mér finnst þetta komið fram yfir þau mörk sem eðlilegt er að fjalla um mál og vera í alvörulöggjafarstarfi á þessum tíma.