Skipulags- og byggingarlög

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:29:33 (4918)

1999-03-11 11:29:33# 123. lþ. 85.17 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv. 58/1999, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:29]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Með þessu máli sem meiri hluti umhvn. stendur að er verið að standa við fyrirheit sem gefin voru við afgreiðslu frv. til sveitarstjórnarlaga síðasta vor og þá var áskilið af fulltrúum í félmn. að skipulagslöggjöfinni yrði breytt. Það er verið að gera með þessari afgreiðslu. Ég stend að henni að öðru leyti en því að ég geri brtt. um að inn í samvinnunefnd miðhálendis komi fulltrúi tilnefndur af félagasamtökum um umhverfis- og náttúruvernd og fái þar hliðstæða stöðu og fulltrúi útivistarsamtaka sem gert er ráð fyrir samkvæmt tillögu meiri hlutans að eigi fulltrúa í nefndinni.

Þetta er okkar áhersla en að öðru leyti tel ég mikla bragarbót verða á þessu máli og málsmeðferð með afgreiðslu þessara tillagna frá meiri hluta nefndarinnar.