Náttúruvernd

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:04:25 (4933)

1999-03-11 12:04:25# 123. lþ. 85.19 fundur 528. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 44/1999, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:04]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég tel afar óeðlilegt, þegar lögin gilda um landhelgi og auðlindalögsögu, að einum ráðherra öðrum en umhvrh. sé veitt sú staða að geta neitað ákvörðunum, að leita þurfi samþykkis sjútvrh. um aðgerðir sem varða útfærslu laganna innan landhelgi og auðlindalögsögu. Ég mæli því með því að þetta falli niður.