Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 63 — 63. mál.



Fyrirspurn



til samgönguráðherra um rekstrarkostnað Vegagerðarinnar.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver voru laun, lífeyrisréttindi og önnur starfskjör stjórnenda Vegagerðarinnar, sundurliðað eftir stöðuheitum, fjölda stjórnenda, kynjum, föstum launum,öðrum greiðslum eins og stjórnargreiðslum og hvers konar þókunum og hlunnindum, þ.m.t. bílahlunn­indum og risnu, á árunum 1993–97?
     2.      Hver hefur verið kostnaður af utanlandsferðum árlega 1993–97, að báðum árum meðtöldum, hve margar ferðir voru farnar hvert árið um sig og hvernig sundurliðast kostn­aðurinn eftir flugfargjöldum, gistikostnaði og dagpeningagreiðslum? — Sérstaklega er óskað eftir sundurliðun á fjölda ferða stjórnenda, og maka þeirra sé um það að ræða, og tilgreindur árlegur sundurliðaður kostnaður við þær.
     3.      Hvaða reglur gilda um bifreiðahlunnindi, risnu- og ferðakostnað stjórnenda?
     4.      Hver var árlegur risnukostnaður1993–97, að báðum árum meðtöldum:
       a.      föst risna greidd einstökum stjórnendum,
       b.      risna greidd samkvæmt reikningi?
        Óskað er eftir sundurgreiningu á helstu þáttum risnunnar og kostnaði við hvern þeirra, auk helstu tilefna risnunnar.
     5.      Hefur verið farið í laxveiðiferðir á vegum Vegagerðarinnar? Ef svo er, hvernig skiptist árlegur kostnaður af þeim sl. 5 ár milli laxveiðileyfa og annarra útgjalda vegna ferð­anna? Hve margar ferðir voru farnar á ári hverju, hvert var farið, hverjir voru þátt­takendur í slíkum ferðum og hver voru tilefni þeirra?
     6.      Hverjir taka ákvarðanir um ferðir stjórnenda til útlanda og laxveiðar sé um þær að ræða?


Skriflegt svar óskast.