Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 89 — 89. mál.Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um samræmda skráningu og endurskoðun á bið­listum.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.     1.      Hvernig er skráningum á biðlistum eftir aðgerðum háttað á einstökum deildum á sjúkrastofnunum landsins?
     2.      Er samræmi í skráningum?
     3.      Hefur heilbrigðisráðuneytið haft frumkvæði að samræmdri skráningu?
     4.      Hvernig eru biðlistar á sjúkrahúsum landsins endurskoðaðir?
     5.      Hversu oft er það gert?
     6.      Hefur ráðherra sent sjúkrahúsum tilmæli um hversu oft og með hvaða hætti endurskoðun á biðlistum skuli fara fram?


Skriflegt svar óskast.