Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 99  —  99. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um rannsóknir á kóröllum og svömpum.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur útbreiðsla og fjölbreytni kóralla og stórra svampa á sjávarbotni verið könnuð á Íslandsmiðum? Ef svo er, um hvaða svæði er að ræða? Hefur þýðing kóralla og svampa fyrir vistkerfi sjávar og nytjastofna verið rannsökuð?
     2.      Er vitað um einhver svæði á Íslandsmiðum þar sem kóröllum eða stórum svömpum hefur fækkað verulega á undanförnum árum eða áratugum? Ef svo er, af hvaða ástæðum hefur sú fækkun orðið?
     3.      Hafa áhrif veiðarfæra á tilvist og útbreiðslu kóralla og stórra svampa á Íslandsmiðum verið könnuð?
     4.      Hefur verið reynt með einhverjum hætti að vernda kóralla og lífríki sem þeim fylgir fyrir skemmdum af völdum veiðarfæra?


Skriflegt svar óskast.