Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 125  —  125. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um rekstur spilavíta og eftirlit með þeim.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur lögregla þurft að hafa afskipti af rekstri ólöglegra spilavíta á undanförnum tíu árum? Ef svo er, um hve mörg tilvik er að ræða og hvar voru þau spilavíti eða spilasalir?
     2.      Hvaða refsiákvæði gilda um slíkan rekstur og í hve mörgum tilvikum hefur þeim verið beitt?
     3.      Hefur lögregla þurft að hafa afskipti af ólöglegri notkun ungmenna undir lögaldri á happdrættisvélum eða söfnunarkössum? Ef svo er, um hve mörg tilvik er að ræða og hvaða refsingum er beitt við því?
     4.      Hefur lögregla reglubundið eftirlit með rekstri spilasala? Ef svo er, hvernig er staðið að því?


Skriflegt svar óskast.