Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 161  —  56. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um söfnunarkassa og happdrættisvélar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverju hafa söfnunarkassar og happdrættisvélar skilað ÍSK og HÍ í peningum ár hvert, og það sem af er þessu ári, frá setningu laga þar um árið 1994?

    Dómsmálaráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Íslenskum söfnunarkössum sf. og Happdrætti Háskóla Íslands og byggjast meðfylgjandi tölur á svörum þeirra. Upplýsingar um tekjur af söfnunarkössum á yfirstandandi ári liggja ekki fyrir.
    Frá árinu 1994 hafa söfnunarkassar og happdrættisvélar skilað Íslenskum söfnunarkössum sf. og Happdrætti Háskóla Íslands neðangreindum fjárhæðum í tekjur, að frádregnum vinn­ingum:

Íslenskir söfnunarkassar,
millj. kr.
Happdrættisvélar HHÍ,
millj. kr.
1994 781 360
1995 901 482
1996 1.074 528
1997 1.148 547
1998 (9 mán.) 381

    Að frádregnum vinningum og kostnaði standa eftir neðangreindar fjárhæðir:

Íslenskir söfnunarkassar,
millj. kr.
Happdrættisvélar HHÍ,
millj. kr.
1994 535 144
1995 597 218
1996 716 258
1997 809 310
1998 (9 mán.) 210