Ferill 87. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 184  —  87. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um hlutafélög og einkahlutafélög.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve mörg hlutafélög annars vegar og einkahlutafélög hins vegar voru skráð á árunum 1996, 1997 og 1998 (til 1. okt.), sundurliðað eftir árum og starfsgreinum?
     2.      Hve mikið fjölgaði hlutafélögum annars vegar og einkahlutafélögum hins vegar á þessum árum sem hlutfall af heildarfjölda þeirra, sundurliðað eftir árum og starfs­greinum?

    Hagstofa Íslands, sem hefur frá 1. september 1997 starfrækt hlutafélagaskrá, hefur tekið saman upplýsingar um þetta efni. Í töflu 1 eru upplýsingar um heildarfjölda skráðra hluta­félaga og einkahlutafélaga eftir atvinnugreinum miðað við seinasta dag áranna 1996 og 1997 og 1. október 1998.
    Í töflu 2 er sýnt hve mikið hlutafélögum og einkahlutafélögum fjölgaði á árunum 1996 til 1998, sundurliðað eftir atvinnugreinum. Tekið skal fram að taflan sýnir eingöngu breytingar í einstökum atvinnugreinum sem voru tilkomnar vegna nýskráningar og afskráningar en ekki má ráða af þessum upplýsingum hve mörg fyrirtæki tilkynntu um breytta starfsemi, þ.e. hættu starfsemi í einni atvinnugrein en hófu starfsemi í annarri.



Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu





Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu