Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 218  —  200. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um áætlanir í raforkumálum.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvaða svæði landsins eru enn án þriggja fasa rafmagns? Hver er staðan hjá Rafmagnsveitum ríkisins í hverju umdæmi fyrir sig?
     2.      Hve miklu fé hefur verið veitt til þessa verkefnis síðustu fimm ár og hve stórum áfanga hafa þær fjárveitingar skilað, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hver er áætluð heildarfjárþörf til þess að ljúka verkefninu?
     4.      Hefur iðnaðarráðuneytið mótað stefnu í þessum málum og sett ákveðin tímamörk? Ef svo er, hver er stefnan og hvenær er áætlað að verkinu ljúki? Hverjar eru áætlaðar árleg­ar fjárveitingar til þess?