Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 240  —  217. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um skort á starfsfólki í heilbrigðiskerfinu.

Frá Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur.



     1.      Hve mikil skortur hefur verið á starfsfólki á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum á höfuðborgarsvæðinu:
                  a.      hjúkrunarfræðingum,
                  b.      sjúkraliðum,
                  c.      Sóknarstarfsmönnum,
        á þessu ári miðað við fullmannaðar stöður og eðlilega þjónustu?
     2.      Hvernig eiga viðkomandi deildir að bregðast við ef meira en helming starfsmanna vantar? Er til neyðaráætlun?
     3.      Hafa borist formlegar kvartanir frá heilbrigðisstofnunum vegna skorts á starfsmönnum? Ef svo er, frá hvaða stofnunum og hver hefur skorturinn verið?
     4.      Hafa heilbrigðisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu leitað eftir starfsfólki til vinnumiðlunar Reykjavíkur á þessu ári? Ef svo er, hver hefur árangurinn verið?
     5.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa vegna alvarlegs skorts á starfsfólki í heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu í mjög mörgum starfsgreinum?


Skriflegt svar óskast.